Lýsing:Gjafasett fyrir athafnafólkið í þínu lífi – fullkomið fyrir alla sem vilja hlúa að líkamanum á náttúrulegan og áhrifaríkan hátt.
Gjafasettið Inniheldur:
Vöðvaolía – 100 mlUppbyggjandi og hitandi nuddolía sem hentar fullkomlega fyrir þreytta, stífa eða auma vöðva. Olían eykur virkni, slær á strengi og stuðlar að betri endurheimt eftir áreynslu. Fullkomin fyrir íþróttafólk, útivistarfólk og alla sem vilja mýkja og róa vöðvana á náttúrulegan hátt.
Kraftaverk – 60 mlEitt af okkar vinsælustu smyrslum – 100% náttúrulegt og einstaklega áhrifaríkt. Kraftaverk hefur reynst vel á sár, húðpirring, þurrk og ýmsa húðkvilla. Hentar fyrir allan líkamann og alla fjölskylduna, hvort sem um er að ræða daglega húðumhirðu eða staðbundna meðhöndlun.